Selfoss með brons í sveitakeppninni

Sveit Umf. Selfoss varð í 3. sæti í sveitakeppni karla í júdó sem haldin var í Laugardalshöllinni um helgina. Átta sveitir mættu til leiks á mótið.

Selfyssingar urðu fyrir miklu áfalli í vikunni fyrir mótið þegar sterkasti júdómaður deildarinnar, Þór Davíðsson, meiddist á öxl. Í hans stað í -90 kg flokki kom 16 ára júdómaður Grímur Ívarsson og stóð hann sig gífurlega vel.

Sveit Selfoss vann tvær viðureignir og tapaði einni og varð í 3. sæti. Það verður að teljast góður árangur miðað við að tveir af keppendunum Selfoss voru að glíma í fyrsta sinn á móti.

Auk Gríms voru í sveitinni þeir Brynjólfur Ingvarsson -66 kg, Teitur Sveinsson og Guðmundur Tryggvi Ólafsson -81 kg og Egill Blöndal + 90 kg. Enginn keppandi frá Selfossi var í -73 kg flokki.

Fyrri greinTónlistarkennurum boðið í kaffi
Næsta greinTryggja varaafl fyrir vatnsdælur