Selfoss gerði jafntefli við KR

KR-ingar höfðu frumkvæðið í upphafi og komust í 5-3 en Selfoss jafnaði 9-9 þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan var 13-14 í hálfleik.

Selfyssingar náðu þriggja marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks, 14-17, en KR náði að jafna 17-17 og eftir það tók við æsispennandi lokakafli. Selfoss komst aftur tveimur mörkum yfir en KR jafnaði 22-22.

Selfoss náði forystunni aftur og hafði eins marks forskot þar til í blálokin að KR jafnaði metin úr vítakasti og lokatölur urðu 26-26.

Fyrri greinViðhorfskönnun á vegum Capacent
Næsta greinEinungis frítt í sund fyrir íbúa Árborgar