Frjálsíþróttaakademía við FSu

Á vorönn 2015 gefst nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands kostur á að skrá sig í frjálsíþróttaakademíu, sem er ný akademíu við skólann.

Um er að ræða afreksíþróttaáfanga sem unninn er í samstarfi við Ungmennafélag Selfoss. Í akademíunni verður lögð er áhersla á einstaklinginn, getu hans í frjálsíþróttum og framfarir. Nemendur gangast undir strangar æfingar, mætinga- og agareglur með það að markmiði að þeir læri af reynslunni hvernig má ná árangri.

Æft verður þrisvar sinnum í viku á skólatíma, ýmist í íþróttasal, kennslustofu eða þreksalnum í Iðu. Einnig er gert ráð fyrir 4-5 æfingum á viku með meistaraflokki Selfoss. Í boði verða sex áfangar sem samsvarar þriggja ára námi í akademíunni samhliða öðru námi.

Frjálsíþróttamaðurinn Ólafur Guðmundsson verður yfirkennari í nýju akademíunni.

Fyrri greinLeitað að konum um leið og þjónustan er skert
Næsta greinUndirbúa aðgerðir vegna verkfallsboðunar