Einar Ottó áfram með Selfyssingum

Miðjumaðurinn Einar Ottó Antonsson hefur skrifað undir áframhaldandi eins árs samning við knattspyrnudeild Umf. Selfoss og mun hann því leika með liðinu í 1. deildinni á næsta tímabili.

Einar Ottó, sem er þrítugur, hefur verið lykilmaður hjá Selfyssingum undanfarin ár en hann hefur leikið yfir 250 meistaraflokksleiki fyrir félagið. Hann lék sína fyrstu mótsleiki fyrir Selfoss árið 2001 og hefur leikið með Selfyssingum allan sinn feril fyrir utan eitt tímabil hjá Keflavík.

Hann lagði skóna á hilluna sumarið 2012 vegna meiðsla en mætti aftur til leiks árið eftir og hefur síðustu tímabil verið einn allra öflugasti leikmaður félagsins.

Fyrri greinTónleikar í Orgelsmiðjunni
Næsta greinHamar gaf eftir í lokin