Góður sigur hjá Hamri

Hamar vann góðan sigur á Njarðvík í Fyrirtækjabikar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust í Reykjanesbæ. Lokatölur urðu 45-58.

Hamar leiddi 15-20 eftir fyrsta leikhluta og jók svo forskotið í 23-37 með góðum kafla í 2. leikhluta og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Njarðvíkingar mættu vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn og þær grænu náðu að minnka muninn í 42-50. Sigur Hamars var þó ekki í hættu í síðasta fjórðungnum því Njarðvík skoraði aðeins þrjú stig í leikhlutanum og lokatölur urðu 45-58.

Andrina Rendon var stigahæst hjá Hamri með 23 sti og 11 fráköst. Katrín Eik Össurardóttir skoraði 14 stig, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 11, Sóley Guðgeirsdóttir 7 og Jóna Sigríður Ólafsdóttir 3. Þórunn Bjarnadóttir var sterk undir körfunum og tók 10 fráköst.

Fyrri greinRáðist í nauðsynlegar framkvæmdir við Hjálparfoss
Næsta greinART teymið fær jákvæðar undirtektir á alþjóðlegu málþingi