Rafræn leikskrá fyrir bikarúrslitaleikinn

KSÍ hefur gefið út rafræna leikskrá fyrir úrslitaleik kvenna í Borgunarbikarnum þar sem Selfoss og Stjarnan mætast á laugardaginn kl. 16 á Laugardalsvellinum.

Í ár hóf Selfss keppni í Borgunarbikarnum í 16-liða úrslitum. Selfoss mætti Pepsi-deildarliðum í öllum þremur leikjum sínum í keppninni hingað til, og vann sigur í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum gegn ÍBV og undanúrslitum gegn Fylki.

Heiðursgestur á leiknum verður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Bæði lið munu leika í sínum hefðbundnu búningum. Stuðningsmenn liðanna skipta stúkunni með sér og verða Selfyssingar í norðurendanum, sundlaugarmegin.

Sigurliðið fær eina milljón króna í verðlaunafé en silfurliðið hálfa milljón króna.

Leikurinn verður sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Dómari leiksins er Ívar Orri Kristjánsson og honum til aðstoðar verða Rúna Kristín Stefánsdóttir og Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir.

Rafrænu leikskrána má skoða á tenglinum hér að neðan.

Rafræn leikskrá

Fyrri greinSlæm veðurspá á sunnudaginn
Næsta greinStarfsemi brunavarna gengur vel