Björgvini gengur vel á Heimsleikunum

Stokkseyringurinn Björgvin Karl Guðmundsson er í 24. sæti af 43 keppendum þegar þriðji keppnisdagur Heimsleikanna í CrossFit er að hefjast í Carson í Los Angeles.

Björgvini gekk vel í gær en hann kláraði 6. æfingu (wod) mótsins fyrstur í sínu holli og sjötti í heildina. Björgvin er að taka þátt í sínum fyrstu Heimsleikum en hann vann sér inn keppnisrétt á leikunum með því að ná þriðja sætinu á Evrópuleikunum. Björgvin hefur vaxið jafnt og þétt sem CrossFittari og er til alls líklegur í Carson.

Þess má geta að í CrossFit stöðinni Hengli í Hveragerði er verið að sýna frá mótinu á skjávarpa og er öllu áhugafólki um gengi Björgvins á leikunum velkomið að kíkja. Hægt er að sjá upplýsingar um keppnis-og sýningartíma á Facebook síðu Crossfit Hengils.

Fyrri greinFestist í sandbleytu á lokuðum vegi
Næsta greinÆgir tapaði fyrir toppliðinu