Kolbeinn íþróttamaður Gnúpverja 2013

Kolbeinn Loftsson var útnefndur íþróttamaður ársins hjá Ungmennafélagi Gnúpverja á aðalfundi félagsins í mars.

Meðal afreka Kolbeins eru þau að hann varð Íslandsmeistari 11 ára pilta í hástökki utanhúss og stökk 1,32 m, landsmótsmeistari í hástökki 11 ára pilta og stökk 1,39 m. Hann setti HSK met í þrístökki innanhúss og stökk 9,33. Kolbeinn bætti svo tvö Íslandsmet í flokki 11 ára pilta, þríbætti HSK metið í jafnmörgum tilraunum í þrístökki án atrennu og í þriðja stökkinu stórbætti hann Íslandsmet sem staðið hefur síðan 2002 um 25 cm en hann stökk lengst 6,74 m.

Kolbeinn setti landsmet og HSK met í langstökki án atrennu, stökk 2,45 metra.

Fyrri greinValgeir og Ásta bjóða börnum heim um páskana
Næsta greinFramkvæma fyrir milljarð