Forsíða | Fréttir

Fréttir

image

Fimm hleðslustöðvar fyrir rafbíla settar upp í Árborg

Í gær undirrituðu Selfossveitur og Íslenska gámafélagið samning til þriggja ára um að Íslenska gámafélagið setji upp og reki fimm hleðslustöðvar í Árborg fyrir allar gerðir rafbíla.
Lesa meira
image

Allir stoppaðir á Tryggvatorgi

Lög­regl­an á Suður­landi var með eft­ir­lit með allri um­ferð sem fór um Tryggvatorg á Sel­fossi um miðnætti. ...
Lesa meira
image

Hristingur í Henglinum

Jörð skalf í nágrenni Nesjavalla í morgun en kl. 5:39 varð skálfti af stærð 3,0 og fjórum mínútum síðar, kl. 5:43, varð skjálfti af stærðinni 3,4. ...
Lesa meira
image

Sæbjörg Eva dúxaði í FSu

Sæbjörg Eva Hlynsdóttir frá Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum er dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands á haustönn 2017. Sæbjörg Eva lauk stúdentsprófi á tveimur og hálfu ári. ...
Lesa meira
image

Fjórir búðarþjófar handteknir

Lögreglumenn á Suðurlandi handtóku í gær fjóra einstaklinga með ríkisfang í Georgíu grunaða um að hafa verið að stela í verslunum á Selfossi. ...
Lesa meira
image

Fjölskyldusigur í skreytinga-keppninni

Í vikunni voru tilkynnt úrslit í jólaskreytingasamkeppni Árborgar. Dómnefnd valdi þrjú íbúðarhús og eitt fyrirtæki sem fengu viðurkenninngar fyrir fallegar jólaskreytingar....
Lesa meira
image

Þrettán listamenn fá inni í Varmahlíð

Á fundi menningar-, íþrótta- og frístundanefndar Hveragerðisbæjar fyrr í þessum mánuði var farið yfir umsóknir listamanna um dvöl í listhúsinu Varmahlíð fyrir árið 2018....
Lesa meira
image

Anna og Kristín Vala fengu verðlaun

Héraðssambandið Skarphéðinn tók þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið í ár, en sambandið hefur tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni frá því það fór af stað árið 2002....
Lesa meira
image

„Hlakka til að eyða jólunum með allskonar fólki“

„Mér fannst það eiginlega skylda okkar að hafa Kaffi Krús opið. Þetta er orðið svo mikið að ferðamönnum sem eru hér um jól og áramót,“ segir Tómas Þóroddsson, veitingamaður á Kaffi Krús á Selfossi....
Lesa meira
image

Ekki alvarleg slys á fólki

Skeiða- og Hrunamannavegur er nú lokaður við Stóru-Laxár vegna umferðaróhapps. Fólksbíll og vörubíll lentu í árekstri við brúnna um klukkan tíu í morgun. ...
Lesa meira
image

„Svarar vandræðalegum spurningum“

„Bókin er hispurslaust og opinskátt fræðirit um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu,“ segir Andrea Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, höfundur bókarinnar Kviknar....
Lesa meira
image

Mótorhjólamaður á flótta undan lögreglu endaði í skafli

Lögreglan á Suðurlandi kærði sex ökumenn í síðustu viku fyrir að nota farsíma sinn án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna. ...
Lesa meira
image

Söfnuðu 1,3 milljónum króna fyrir Barnaspítala Hringsins

Nemendur Grunnskólans í Hveragerði afhentu Barnaspítala Hringsins á dögunum rúmlega 1,3 milljónir króna að gjöf en upphæðin safnaðist á góðgerðardegi skólans þann 1. desember síðastliðinn....
Lesa meira
image

Mörg hálkuslys í síðustu viku

Síðastliðinn sunnudag slasaðist kona á höfði þegar hún rann í hálku við Gullfoss. Fyrr í vikunni slasaðist karlmaður á sjötugsaldri við fossinn þegar hann féll til jarðar, en meiðsli beggja eru talin minniháttar. ...
Lesa meira
image

Einn slasaður í 21 umferðaróhappi

Lögreglan á Suðurlandi færði 21 umferðaróhapp til bókar í síðustu viku. Helmingur þeirra varð í Skaftafellssýslunum og í flestum tilvikum var ekið of hratt í hálkunni....
Lesa meira
image

Kosning hafin á Sunnlendingi ársins 2017

Kosning er hafin á Sunnlendingi ársins 2017. Árið er senn á enda og á síðustu mánuðum hafa margir Sunnlendingar unnið stór og smá afrek sem vakið hafa athygli og aðdáun....
Lesa meira
image

Heilsugæslan á Klaustri fékk góðar gjafir á árinu

Heilsugæslustöð HSU á Kirkjubæjarklaustri á góða velunnara sem hafa fært stöðinni gjafir á árinu sem er að líða....
Lesa meira
image

Hvítárbrú hjá Iðu opnuð formlega á 60 ára afmælinu

Brúarljós voru tendruð á Hvítárbrú laugardaginn 9. desember síðastliðinn að viðstöddum fjölda fólks. Um leið var brúin opnuð formlega á sérstakan og fremur óvenjulegan hátt. ...
Lesa meira
image

Söfnuðu 1,1 milljón króna á góðgerðardögum

Nemendur Sunnulækjaskóla á Selfossi afhentu Krabbameinsfélagi Árnessýslu í morgun ágóðann af góðgerðardögum sem haldnir voru í skólanum í síðustu viku. ...
Lesa meira
image

Tímamót í starfi Miðflokksins

Tímamót voru í starfi Miðflokksins miðvikudaginn 13. desember síðastliðinn þegar fyrsta kjördæmafélag flokksins, Miðflokksfélag Suðurkjördæmis var stofnað á Selfossi. ...
Lesa meira
image

Fisk­eldi í Þor­láks­höfn þarf að fara í um­hverf­is­mat

Skipu­lags­stofn­un hef­ur ákveðið að allt að 5.000 tonna fisk­eldi Tálkna ehf. við Þor­láks­höfn skuli háð mati á um­hverf­isáhrif­um. Hægt er að kæra ákvörðun­ina til úr­sk­urðar­nefnd­ar....
Lesa meira
image

Bókasafnið fékk 108 ára gamlan bókaskáp að gjöf

Síðastliðinn mánudag fékk Bókasafn Árborgar á Selfossi fyrsta bókaskáp Ungmennafélagsins Samhyggðar í Gaulverjabæjarhreppi til varðveislu....
Lesa meira
image

Kosning vígslubiskups ógilt

Kjör­stjórn þjóðkirkj­unn­ar hef­ur ákveðið að ógilda kosn­ingu vígslu­bisk­ups í Skál­holtsum­dæmi og einnig til­nefn­ing­ar til vígslu­bisk­ups­kjörs sem áður höfðu farið fram....
Lesa meira
image

Átta duttu í hálku og einn úr stiga

Níu slys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Í flestum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem höfðu dottið í hálku....
Lesa meira
image

Sviptur eftir hraðakstur á Stokkseyri

Lögreglan á Suðurlandi kærði sjö ökumenn í liðinni viku fyrir að aka bifreið próflausir. Einn þeirra reyndist ölvaður að auki en sá var á ferð um miðjan dag í Hveragerði....
Lesa meira
image

Leyfislaus rútubílstjóri stöðvaður í annað sinn

Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist hvorki hafa rekstarleyfi til aksturs með farþega eða ökuréttindi til slíks. ...
Lesa meira
image

„Gott að geta létt undir á þessum tíma“

Selfossprestakall hlaut á dögunum styrk frá Samkaupum en hefð hefur skapast hjá fyrirtækinu að fyrir veita sérstaka jólastyrki í desember ár hvert....
Lesa meira
image

Nýtt sneiðmyndatæki á HSU Selfossi

Undanfarna mánuði hafa miklar framkvæmdir staðið yfir á húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Verið er að gera gagngerar endurbætur á neðri hæð norður álmunnar, sem hýst hefur myndgreiningar- og rannsóknardeild....
Lesa meira
image

Bifreið brann í Kömbunum

Eldur kviknaði í bíl í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Bíllinn er mikið skemmdur þó hann hafi ekki brunnið allur....
Lesa meira
image

Hárrétt viðbrögð íbúa komu í veg fyrir stórtjón

Eldur kom upp í þurrkara í íbúðarhúsnæði í Hveragerði síðastliðið föstudagskvöld. Þegar íbúar húsnæðisins urðu eldsins varir réðust þau með duftslökkvitæki gegn eldinum en það dugði ekki til. ...
Lesa meira
image

Gefum jólaljósum lengra líf

Endurvinnsluátakinu „Gefum jólaljósum lengra líf – endurvinnum álið í sprittkertunum“ var ýtt úr vör í síðustu viku af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra, sem tók á móti nokkrum af aðstandendum átaksins í umhverfisráðuneytinu....
Lesa meira
image

Skjálfti upp á 3,8 í Skjaldbreiði

Jarðskjálftahrina stendur nú yfir í fjallinu Skjaldbreiði en þar hafa mælst tæplega 100 skjálftar síðan í gærkvöld, 9. desember. ...
Lesa meira
image

Skjaldbreiður skelfur

Klukkan 19:20 í kvöld varð jarðskjálfti af stærðinni 3,5 í fjallinu Skjaldbreið. Fjölmargir fleiri skjálftar hafa mælst í hrinunni en stærsti skjálftinn fannst í Biskupstungum og á Kjalarnesi....
Lesa meira
image

Víðir og Jóhann til KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið tvo nýja starfsmenn til starfa, þá Jóhann Ólaf Sigurðsson í markaðsdeild og Víði Reynisson í landsliðsdeild. ...
Lesa meira
image

Byrjaði að skrifa ljóð fimm ára

Bergþóra Snæbjörnsdóttir frá Úlfljótsvatni í Grafningi var á dögunum tilnefnd til Íslensku bókamenntaverðlaunanna 2017 fyrir bók sína, Flórída....
Lesa meira
image

„Sjáum fram á mikla og jákvæða uppbyggingu í Ölfusi“

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst eftir samstarfi við fasteignasala við markaðssetningu og sölu lóða fyrir atvinnuhúsnæði og athafnasvæði í og við þéttbýli Þorlákshafnar. ...
Lesa meira
image

Fjöldi sunnlenskra viðburða á fullveldisafmælinu

Í dag voru kynnt 100 verkefni sem verða á dagskrá aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018. Nokkur sunnlensk verkefni voru valin úr hópi 169 umsækjenda og fengu styrki frá afmælisnefndinni. ...
Lesa meira
image

Miðflokksfélag stofnað í Suðurkjördæmi

Stofnfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis verður haldinn á veitingastaðnum Yellow á Selfossi miðvikudaginn 13. desember næstkomandi, kl. 20:00. ...
Lesa meira
image

2,5 milljarða króna velta í nóvember

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Suðurlandi í nóvember síðastliðnum var 102. Heildarveltan á fasteignamarkaðnum á Suðurlandi var tæplega 2,5 milljarðar króna í mánuðinum....
Lesa meira
image

Skjót viðbrögð komu í veg fyrir eldsvoða

Eftir hádegi í dag fengu Brunavarnir Árnessýslu tilkynningu um eld í fjósi í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Eldurinn kviknaði í þakklæðningu....
Lesa meira
back 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 next last fjöldi: 11220 | sýni: 281 - 320