Hyggst bæta við 500 læðum

Unnið er að stækkun á minkabúi í Neðri Dal undir Eyjafjöllum og er áformað að taka viðbygginguna í notkun um mánaðamótin júní/júlí næstkomandi.

Ritstjórn vekur athygli á því að þessi frétt er frá árinu 2012.

Það er Steinn Logi Guðmundsson sem rekur minkabúið í Neðri Dal og hefur gert í um 24 ár.

Steinn Logi sótti fyrir skömmu um byggingarleyfi fyrir 1.015 fm stækkun á minkahúsi og hyggst bæta 500 minkalæðum við þær 900 sem hann er með fyrir þannig að búið verði með 1.400 læður.

„Það er svo sem aldrei hægt að segja fyrirfram hvaða verð maður fær fyrir skinnin en þetta lofar vissulega góðu núna,“ sagði Steinn Logi sem sagðist ekki vera frá því að þetta væru bestu rekstraraðstæður sem hann hefur séð í greininni.

Sonur Steins Loga er að ganga inn í reksturinn núna og horfur því bjartar með þetta fjölskyldufyrirtæki.

Fyrri greinVox feminae syngur í Skálholtskirkju
Næsta greinSlökkvilið kallað að Hellisheiðarvirkjun