Áform um 80 herbergja golfhótel við Minni Borg

Áform eru uppi um að reisa áttatíu herbergja golfhótel á golfvellinum við Minni-Borg og hefur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps falið oddvita að undirrita viljayfirlýsingu um úthlutun lóðar fyrir hótelið.

Það er fyrirtækið Sextíu plús ehf sem stefnir að því að opna glæsilegt hótel vorið 2014 um leið og fyrirhugaður golfvöllur hefur fullan rekstur. Hótelið verður rekið í samstarfi við sambærilegt hótel sem fyrirtækið hyggst reisa í Vestmannaeyjum.

Gunnar Þorgeirsson, oddviti, segir að hugmyndin sé að breyta einni eða tveimur brautum á golfvellinum til þess að rýma fyrir hótelinu en það verði útfært nánar síðar.

Fyrri greinFimmtán fegurðardísir keppa
Næsta greinSkákhátíð um helgina