Hornfirðingar skora á ráðherra og þingmenn að endurskoða samgönguáætlun

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Hornafjarðarós séð til norðvesturs. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við að vegstytting yfir Hornafjarðarfljót skuli ekki vera að fullu fjármögnuð í samgönguáætlun.

Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs sem var samþykkt á fundi í gær. Þar kemur fram að margra ára undirbúningsvinnu sé lokið og framkvæmdaleyfi hafi verið gefið út.

Bæjarráð lýsir miklum vonbrigðum yfir að hringvegur um Hornafjörð hafi ekki verið að fullu fjármagnaður á samgönguáætlun og að framkvæmdum verði frestað til 2021.

„Það hefur verið einhugur í bæjarstjórnum undanfarinna ára um framkvæmdina. Margra ára undirbúningsvinnu er lokið og framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út. Bæjarráð skorar á samgönguráðherra og þingmenn að endurskoða framlagða áætlun,“ segir í bókuninni.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti