Aldís kosin formaður

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Aldís Hafsteinsdóttir.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, var kosin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi sambandsins sem lauk á Akureyri í morgun.

Ásamt Aldísi var Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, í framboði. Aldís hlaut 91 atkvæði og Gunnar 49 atkvæði. Atkvæðrétt höfðu 149 landsþingsfulltrúar.  

„Ég hef fulla trú á því að stjórn muni vinna að hagsmunum allra sveitarfélaga á Íslandi. Við munum taka til skoðunar allar þær samþykktir sem hér voru samþykktar, þannig að það eru ærin verkefni framundan. Ég hlakka til samstarfsins á næstu árum,“ sagði Aldís þegar hún þakkaði fundarmönnum fyrir stuðninginn í embættið.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti