Hyggjast friðlýsa Gjána

Umhverfisstofnun og fulltrúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps áforma að hefja undirbúning að friðlýsingu Gjáarinnar og nágrennis hennar í Þjórsárdal.

Á fundi sveitarstjórnar í morgun voru lögð fram drög að auglýsingu um friðlýsinguna.

Sveitarfélagið mun halda kynningarfund í samstarfi við Umhverfisstofnun um málið í október.

Gjáin er gljúfur innarlega í Þjórsárdal með mörgum vatnsuppsprettum og fossum og er meðal fegurstu vinja í jaðri hálendisins.
Fyrri greinKóngsvegurinn – leið til frelsis
Næsta greinVeiði- og nytjarétthafar áhyggjufullir vegna Miðhálendis-þjóðgarðs