Banaslys í Steinholtsá

Margt býr í háloftunum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Erlend ferðakona lést eftir að bifreið sem hún var í stöðvaðist í Steinholtsá við Þórsmörk í dag. Tilkynnt var um slysið um klukkan hálfþrjú í dag og fóru lögregla, björgunarsveitir og sjúkralið á vettvang, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og skálavörðum í Þórsmörk.

Þarna voru á ferðinni hjón og flúðu þau út úr bílnum eftir að hann stöðvaðist í ánni. Maðurinn komst blautur og kaldur á land en konan staðnæmdist á grynningum. Töluvert vatn var í ánni.

Voru þau bæði flutt með þyrlu á Landspítalann þar sem konan var úrskurðuð látin.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinGleði við völd í nýnemaviku
Næsta greinTýndur giftingarhringur fannst í rotþró