Kjötsúpuhátíðin um helgina

Hin árlega Kjötsúpuhátíð í Rangárþingi eystra hefst á föstudaginn en á föstudagskvöld verður hið sívinsæla súpurölt þar sem heimamenn bjóða heim í kjötsúpu.

Eftir hádegi á laugardag verður hátíðin svo formlega sett og þá verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. Meðal annars verður keppt í vatnknattleik, hljómsveitin Glóbal mun skemmta og Leikhópurinn Lotta stígur á stokk. Örn Árnason mun stýra dagskránni. Að sjálfsögðu verður boðið upp á kjötsúpu.

Á laugardagskvöld verður ljósakvöld í Múlakoti og brenna og brekkusöngur á Hvolsvelli ásamt veglegri flugeldasýningu. Hljómsveitin Made in sveitin verður svo með sveitaball í Hvolnum.

Á sunnudag verður svo fataskiptamarkaður á Hótel Fljótshlíð í Smáratúni.

Nánari upplýsingar um Kjötsúpuhátíðina má finna á Facebook.

Fyrri greinMagnús Þór sjötugur í dag – afmælistónleikar í nóvember
Næsta greinLjósakvöld í Múlakoti