Maðurinn fannst heill á húfi

Neyðarboðin sem bárust frá sendi að Fjallabaki í gærkvöldi reyndust koma frá erlendum ferðamanni sem hélt til í tjaldi í Jökulgili, inn af Landmannalaugum.

Maðurinn fannst heill á húfi laust fyrir klukkan tvö í nótt en þá hafði vel á annað hundrað björgunarsveitarfólks verið kallað út til leitar.

Vont veður var á svæðinu og var maðurinn blautur og kaldur þegar hann fannst. Björgunarmenn fluttu hann til byggða og voru komnir þangað aftur undir morgun.

„Ef hann hefði ekki getað búið um sig í tjaldinu þá hefði hann orðið fljótt ofkældur út af ringingu og kulda. Það er snjór í fjöllunum þarna. Hann var einn á ferð og hafði misst af veðurviðvörunum,“ sagði Jón Hermannsson, hjá svæðisstjórn Björgunarsveita í Rangárvallasýslu, í samtali við RÚV.

Fyrri greinUmferðartafir vegna slyss við Virkisá
Næsta greinMagnús Þór sjötugur í dag – afmælistónleikar í nóvember