Stórt sumarhús ónýtt eftir eldsvoða

Eldur kom upp í um 40 ára gömlu tvílyftu sumarhúsi hjá Þingvallavatni við Efri-Grafningsveg um klukkan 12:26 í dag.

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu en þegar fyrstu menn komu á vettvang var húsið alelda og hafði borist í tvær nærliggjandi skúrbyggingar. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Slökkvistarfi lauk um kl. 17:00 og mun vettvangsvinna tæknideildar LRH hefjast með morgninum en enn er mjög heitt á vettvangi og verður hann að fá að kólna svo lögreglumenn geti athafnað sig.

Eldsupptök eru ókunn.

Fyrri greinUndir áhrifum á 132 km/klst hraða
Næsta grein„Erum gáttuð á viðtökunum“