Ferðamaður fótbrotnaði í Þórsmörk

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðinn laugardag voru björgunarsveitir kallaðar til leitar í Þórsmörk eftir að einn farþega í ferðahóp skilaði sér ekki í rútu.

Hann fannst síðar í kjarrlendi utan almennra gönguleiða og hafði þá slasast á fæti. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ferðamaðurinn hafi líklegast fótbrotnað.

Fyrri greinKynningarfundur í Árnesi
Næsta greinGöngustígur við Fjaðrárgljúfur fær hjólastólum