Leiðarinn bauð lægst í ljósleiðaralögn í Flóahreppi

Ljósleiðari lagður á Skeiðunum. Mynd úr safni.

Leiðarinn bauð lægst í nýlögn ljósleiðara fyrir Flóaljós í Flóahreppi sem leggja á á þessu ári og næsta. Fjórir aðilar buðu í verkið og hljóðaði tilboð Leiðarans upp á tæpar 223 milljónir króna.

Þjótandi átti næst lægsta tilboði, rúmar 247,5 milljónir króna. Jón Ingileifsson ehf bauð rúmar 307 milljónir króna og Gröfutækni átti hæsta tilboðið, rúmar 322,5 milljónir króna.

Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á tæplega 276,4 milljónir króna.

Verkið felur í sér plægingu á ljósleiðurum um Flóahrepp og blástur ljósleiðara í rörin. Tengingu við hús í Flóahreppi og tengimiðju. Alls eru plægðir 180 kílómetrar og fjöldi tengistaða er 250 talsins.

Fyrri greinKastað til bata í Hveragerði
Næsta greinSelfoss fær örvhentan hornamann