Markaði djúp spor í viðgerð Ölfusárbrúar

Vinna við steypu brúargólfs Ölfusárbrúar gekk vel í gærkvöldi þó að vegfarendur hafi ekki allir verið jafn meðvitaðir um hvað var í gangi á brúnni.

Lokað var fyrir umferð bíla yfir brúnna kl. 16 í gær og verður hún lokuð til 20. ágúst. Brúin er þó opin fyrir gangandi vegfarendur og þannig var það líka á meðan á framkvæmdunum stóð í gærkvöldi.

Það voru þó ekki allir jafn meðvitaðir um vinnuna á brúnni því þessi óheppni ferðamaður gekk í ógáti framhjá vinnandi mönnum, beint út í blauta steypuna og tók nokkur skref áður en hann uppgötvaði að hann væri kominn í ógöngur. Hann gekk skömmustulegur á brott á meðan starfsmenn Vegagerðarinnar drógu aftur yfir fótsporin.

Steypan er nokkra sólarhringa að harðna í fullan styrk og áætlar Vegagerðin að brúin verði lokuð til 20. ágúst. Hún gæti þó verið opnuð fyrr ef aðstæður verða góðar.

Fyrri greinTöðugjöld framundan á Hellu
Næsta greinBanana- og bláberjaís (vegan)