Flóðið náði hámarki við Sveinstind snemma í nótt

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Skaftárhlaup. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Páll Jökull Pétursson

Vísindamenn Veðurstofunnar vara fólk eindregið við því að vera á ferðinni á hálendinu við Skaftá, vegna Skaftárhlaups, þar sem eitraðar gastegundir losast úr hlaupvatninu.

Auk þess geta stór ísflykki brotnað úr jökulsporðinum og ofan hans. Fregnar hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul.

Vatnsrennsli við Sveinstind virðist hafa náð hámarki uppúr miðnætti og stóð hæst í rétt tæpum 1600 m3/s. Ferðatími frá Sveinstindi niður að Hólaskjóli er áætlaður 3-4 klukkustundir og frá Sveinstindi niður að bænum Skaftárdal um 6 klukkustundir og á flóðið eftir að toppa þar síðar í dag.

Rennslishámark mun standa yfir í nokkrar klukkustundir en eftir það mun draga hægt úr hlaupinu. Ekki er vitað með vissu hve lengi hlaupið mun standa en líklegt er að því verði að mestu lokið innan einnar viku.
  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti