Fengu styrk fyrir söguskilti við kirkjuna

Hveragerðisbær hlaut nýlega 390 þúsund króna styrk frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands til gerðar söguskiltis við Hveragerðiskirkju.

Á fundi bæjarráðs var þakkað fyrir góðar viðtökur við styrkumsókn bæjarins en bæjarráð fól bæjarráð menningar- og frístundafulltrúa að sjá um gerð skiltisins sem gera myndi grein fyrir kirkjustarfi í og við Hveragerði í gegnum árin.

Á undanförnum árum hefur verið unnið ötullega að uppsetningu veglegra söguskilta í bæjarfélaginu og nú eru þau orðin ellefu talsins. Hefur þessum skiltum meðal annars verið komið upp með tilstilli Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands sem styrkt hefur gerð þeirra reglulega.

Fyrri greinJónína ráðin aðstoðarskólastjóri
Næsta greinMatthildur ráðin bæjarstjóri í Hornafirði