Róbert hreppti Pétursbikarinn

Pétursbikarinn, árleg lendingarkeppni Flugklúbbs Selfoss fór fram í blíðskaparveðri í gærkvöldi. Af 15 flugvélum sem voru á svæðinu, tóku 10 flugvélar tóku þátt og var keppnin nokkuð hörð þó óvenju mörg refsistig hafi verið á ferðinni.

Grillaðar voru dýrindis pylsur svo enginn þurfti að fara svangur í loftið.

Sigurvegarinn að þessu sinni var Róbert Ketilsson á TF-SPA, í öðru sæti varð Guðlaugur Agnar Valsson á TF-STR og í þriðja sæti varð Pétur Jökull Jacobsson á TF-ELX. Mjög fjölbreyttur hópur flugvéla tók þátt og var gaman að sjá hversu mikinn metnað menn höfðu þrátt fyrir að vera á misauðveldum flugvélum fyrir keppni sem þessa. Keppnin er haldin til minningar um Pétur Sigvaldason en hann gaf fyrsta fjárframlagið til flugvallargerðar á Selfossi. Pétur fórst ásamt þremur öðrum í flugslysi aðeins tveimur vikum síðar.

Flugklúbbur Selfoss þakkar öllum þeim sem mættu á svæðið, tóku þátt og eða aðstoðuðu á einn eða annan hátt við framkvæmdina.

Fyrri greinHamar í harðri baráttu
Næsta greinFullveldið og hlíðin fríða