Utankjörfundarkosning hafin

Utankjörfundarkosning um miðbæjarskipulagið á Selfossi er hafin hjá sýslumönnum um land allt.

Bæjarráð Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að íbúakosning um skipulag miðbæjarins fari fram laugardaginn 18. ágúst næstkomandi. Kjörfundur er hins vegar hafinn hjá sýslumönnum og er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt.

Greidd eru atkvæði um eftirfarandi tvær spurningar:

1) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?

2) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?

Fyrri greinFullveldið og hlíðin fríða
Næsta greinSvekkjandi tap – en gott stig