Fjórir ökumenn eiga von á sektum

Lögreglan í hálendiseftirliti. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglumenn á Suðurlandi voru við eftirlit á hálendinu í umdæminu í liðinni viku. Þar var rólegt um að litast og sumarumferðin að byrja að taka á sig mynd.

Farið var um Syðra og Nyrðra Fjallabak, Sprengisand í Nýjadal og um Veiðivatnasvæðið auk þess sem farið var í Þórsmörk.

Ástand og réttindi ökumanna var kannað og reyndist í fjórum tilfellum tilefni til að gera athugasemdir vegna vöntunar ökumanna í akstri með ferðamenn vegna brota á rekstrarleyfismálum. Viðkomandi mega vænta sekta vegna brota sinna.

Eftirlitsbifreið verður á hálendinu flesta daga fram til ágústloka en eftir það verða farnar ferðir í samræmi við umferð og aðstæður.

Fyrri greinHimnamóðirin bjarta í Strandarkirkju
Næsta greinÁsta ráðin sveitarstjóri Bláskógabyggðar