Starfsmenn áttu fótum fjör að launa

Síðastliðinn fimmtudagsmorgun ók ökumaður jepplings gegn lokunum sem settar höfðu verið upp vegna malbikunar á Austurvegi, austast á Selfossi.

Maðurinn virti að engu bendingar starfamanna á vinnusvæðinu og áttu þeir fótum fjör að launa vegna framgöngu hans.

Maðurinn var yfirheyrður á lögreglustöð vegna brota sinna sem hann kannaðist við. Málið er í rannsókn og hafa verið teknar skýrslur af vitnum að atvikinu.

Að rannsókn lokinni mun maðurinn að líkindum sæta ákæru enda er málið litið alvarlegum augum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinFyrsta tap Hamars
Næsta greinÖkutæki gert upptækt vegna fjölda brota ökumannsins