Kaldir og hraktir ferðamenn sóttir á Heklu

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Tjald ferðamannanna við Heklu, baðað ljósi björgunarsveitarbíls. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Um klukkan sjö í kvöld barst björgunarsveitum á Suðurlandi útkall vegna ferðalanga á Heklu sem óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir voru orðnir blautir og hraktir eftir að tjaldið þeirra hafði fokið.

Hópur frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu var kominn á vettvang um klukkan níu og voru ferðamennirnir þá orðnir kaldir og hraktir eftir vosbúð þar sem mikið ringdi á svæðinu.

Nokkuð fljótlega gekk að finna mennina þar sem hægt var að staðsetja þá gróflega meða hjálp farsíma sem þeir voru með, þeir eru nú á leið í björgunarsveitarbíl til byggða.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti