Lögreglumaður ráðinn til eftirlits með veitinga og gististöðum

Gististað í Árnessýslu var lokað síðastliðinn fimmtudag þegar í ljós kom að leyfi til rekstrar var útrunnið. Rekstraraðila var gefið færi á að útvega gestum sínum gistingu annarsstaðar svo þeir yrðu ekki á götunni.

Lögreglumaður hefur nú verið ráðinn í hálft starf til að hafa eftirlit með veitinga- og gististöðum í umdæminu og má því búast við að fleiri tilvik sem þessi komi upp á næstunni.

Þegar tilvik sem þessi koma upp er lögreglu skylt að stöðva rekstur strax og henni ekki heimillt að veita einhverja fresti til að afla tilskilinna leyfa.

Í dagbók lögreglunnar segir að fullt tilefni sé til að hvetja þá sem ekki eru með sín mál í lagi til að kippa þeim í liðinn strax því ljóst er að trúverðugleiki gististaðar tapast ef rekstraraðili þarf að vísa gestum sínum út.

Fyrri greinKrummi og hinir Alpafuglarnir í listasafninu
Næsta greinSjálfvirkt greiðslukerfi tekið í notkun á Þingvöllum