Árborgarar kveðja Ástu

Í dag var síðasti vinnudagur Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, hjá Sveitarfélaginu Árborg. Ásta hefur starfað hjá Sveitarfélaginu Árborg frá árinu 2006, fyrst sem bæjarritari og síðustu tvö kjörtímabil sem framkvæmdastjóri.

Af því tilefni afhenti Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, henni þakklætisvott fyrir hönd sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf, og óskaði henni velfarnaðar í þeim störfum sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Á næsta fundi bæjarráðs næstkomandi fimmtudag verður gengið frá því að Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, gegni störfum framkvæmdastjóra þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

Starf framkvæmdastjóra, eða bæjarstjóra, hefur verið auglýst og rennur umsóknarfresturinn út þann 10. júlí næstkomandi.

Fyrri greinÍslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili Selfoss
Næsta grein„Getum verið meira en stoltar af okkar leik“