Ráðherrar opnuðu lágvarmavirkjun

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Ann Linde og Guðlaugur Þór Þórðarson. Á milli þeirra stendur Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Ann Linde, utanríkisviðskipta- og Evrópumálaráðherra Svíþjóðar opnuðu í dag nýja lágvarmavirkjun við Kópsvatn í Hrunamannahreppi.

„Tengsl Íslands og Svíþjóðar eru sterk og norrænu gildin eru grundvöllur náins samstarfs á alþjóðavettvangi,“ sagði Guðlaugur Þór eftir að hafa fundað með Linde í morgun. „Við erum sammála um að tækifæri til aukinna viðskipta milli ríkjanna séu mikil og er jarðvarmastöðin á Flúðum dæmi um það. Hún tvinnar saman sænska tækni og íslenska orku og opnar mikla möguleika á frekari nýtingu á lághitasvæðum.“ 

Lágvarmavirkjunin í landi Kópsvatns byggist á nýrri sænskri tækni. Verkefnið er samstarf Varmaorku og sænska fyrirtækisins Climeon sem framleiðir búnað til virkjunar lághitasvæða sem áður var ekki hægt að nýta til orkuframleiðslu. Er stefnt á að opna tuttugu slíkar virkjanir á næstu þremur árum. 

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti