Mikið tjón í eldi í fiskeldisstöð

Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldishúsi í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Neyðarlínan fékk tilkynningu um eldinn frá vegfaranda um klukkan hálf eitt í nótt.

Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp, en talsverður eldur var í húsinu þegar slökkviliðsmenn frá Hveragerði, Þorlákshöfn og Selfossi mættu á vettvang.

Slökkvistarf gekk vel en því lauk um klukkan hálfþrjú í nótt. Lögregluvakt var við húsið fram undir morgun þegar vettvangsrannsókn hófst.

UPPFÆRT KL. 12:01: Lögregla hefur nú lokið vinnu á vettvangi. Eldsupptökin voru í eða við rafmótor við fóðurgjafabúnað. Hluti þess búnaðar var haldlagður til frekari rannsóknar hjá sérfræðingi Mannvirkjastofnunar.

Fyrri greinFesti bílaleigubílinn utan vegar
Næsta greinHelguleikur – Útgáfuhóf í sal FÍH