Kona örmagnaðist í hlíðum Ingólfsfjalls

Rétt yfir fimm í dag voru björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrabakka og Hveragerði kallaðar út vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu í Ingólfsfjalli.

Það var ekki fyrr en um klukkustund síðar, um klukkan sex, að björgunarsveitir og lögregla höfðu náð að staðsetja konuna, en hún gat ekki staðsett sig í fjallinu sjálf.

Konan er staðsett efst í stórgrýttu gili í fjallinu og treystir sér ekki til að hreyfa sig.

Björgunarsveitarfólk er á leiðinni upp fjallið úr tveimur áttum með búnað til þess að koma konunni niður fjallið á öruggan hátt.

UPFÆRT KL. 21:00: Konan er komin til byggða heil á húfi.

Fyrri greinÁlfheimar fengu Grænfánann í áttunda sinn
Næsta greinNina og Slavik fengu umhverfisverðlaunin