Unnur Brá starfsmaður framtíðarnefndar

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Unnur Brá Konráðsdóttir.

Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa framtíðarnefnd sem skipuð er ellefu alþingismönnum.

Formaður nefndarinnar er Smári McCarthy, þingmaður Suðurkjördæmis. Andrés Ingi Jónsson frá Hjarðarbóli í Ölfusi er einnig einn nefndarmanna en Unnur Brá Konráðsdóttir er fulltrúi forsætisráðuneytisins og starfsmaður nefndarinnar.

Nefndinni er ætlað að fjalla um helstu tækifæri og ógnanir Íslands í framtíðinni með tilliti til langtímabreytinga á umgengni við náttúruna, lýðfræðilegra breytinga og þeirra hröðu umskipta sem eru í vændum með síaukinni sjálfvirkni og tæknibreytingum.

Framtíðarnefnd mun skila greinargerð um störf sín til forsætisráðherra árlega sem mun upplýsa Alþingi um störf nefndarinnar.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti