Sjálfstæðismenn og Framsókn og framfarasinnar mynda meirihluta

B-listi Framsóknarmanna og annarra framfarasinna og D-listi Sjálfstæðisflokksins hafa komið sér saman um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Rangárþings eystra.

B-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en tapaði talsverðu fylgi til D-listans sem bætti við sig einum manni og var nálægt því að ná inn þeim fjórða.

Framboðin hafa nú samið um meirihlutasamstarf og hafa samtals sex kjörna fulltrúa í sveitarstjórn en sá sjöundi er fulltrúi L-listans, sem situr einn í minnihluta.

Anton Kári Halldórsson, oddviti D-listans, verður sveitarstjóri Rangárþings eystra til næstu tveggja ára og Lilja Einarsdóttir, oddviti B-lista verður oddviti. Að tveimur árum liðnum munu þau Anton Kári og Lilja hafa sætaskipti.

Þetta kemur meðal annars fram í nýjum samstarfs- og málefnasamningi sem má skoða nánar hér.

Fyrri greinFimm teknir undir áhrifum
Næsta greinGestirnir röðuðu sér í efstu sætin