Langmesta veltan sem sést hefur í maí

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Suðurlandi í maí 2018 var 131. Þar af voru 22 samningar um eignir í fjölbýli, 71 samningur um eignir í sérbýli og 38 samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan á Suðurlandi var rúmlega 4,3 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 32,9 milljónir króna. Þetta er langmesta velta sem sést hefur í maímánuði frá upphafi, en í fyrra var hún 3,5 milljarðar króna og var þá um metmaímánuð að ræða.

Af þessum 131 kaupsamningum voru 68 samningar um eignir á Selfossi, í Hveragerði og Þorlákshöfn. Þar af voru 14 samningar um eignir í fjölbýli, 50 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan á Árborgarsvæðinu var 2.412 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,5 milljónir króna, sem er svipað og á sama tíma í fyrra.

Fyrri greinStarfsfólk Friðheima gaf björgunarsveitunum hjartastuðtæki
Næsta greinÁrborg styrkti stöðu sína á toppnum