Óbreytt niðurstaða í Hrunamannahreppi

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Á Flúðum. sunnlenska.is/Helga R Einarsdóttir

Vegna athugasemda D-lista og óháðra við framkvæmd talningar í sveitarstjórnarkosningum voru atkvæði endurtalin að viðstöddum fulltrúum framboðanna fyrir opnu húsi í gærkvöldi.

Niðurstaða talningar var óbreytt og voru kjörbréf til nýrra sveitarstjórnarmanna undirrituð í kjölfarið.

H-listinn fékk 236 atkvæði eða 52,33% og þrjá hreppsnefndarmenn. D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk 215 atkvæði eða 47,7% og tvo hreppsnefndarmenn.

D-listann vantaði 22 atkvæði til þess að fella meirihluta H-listans.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti