Búfjáreigendur þurfa að taka sig á

Í síðustu viku fékk lögreglan á Suðurlandi fimm tilkynningar um laus hross á eða við vegi í umdæminu.

Í öllum tilfellum var haft samband við eigendur eða umráðamenn og brugðust þeir vel við og komu hrossunum í skjól.

„Þá bárust nokkrar tilkynningar um sauðfé við vegi og ljóst er að búfjáreigendur þurfa að taka sig á í vörslu húsdýra sinna,“ segir í dagbók lögreglunnar.

Fyrri greinLangt yfir hámarkshraða við Gígjukvísl
Næsta greinKraftmikið starf Lionsklúbbs Selfoss