Menningarveislan hefst á laugardaginn

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Á Sólheimum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Formleg opnun menningarveislunnar á Sólheimum í Grímsnesi verður laugardaginn 2. júní klukkan 13:00 við Grænu könnuna með opnun á nýju og fallegu kaffihúsi í hjarta staðarins.

„Þetta verður í þrettánda skiptið sem Menningarveisla Sólheima er haldin. Þá bjóðum við gestum að koma heim og kynnast okkur og þeim gildum sem við stöndum fyrir og störfum eftir: Kærleikur, virðing, sköpunargleði og fagmennska.  Við leggjum metnað í að sem flestir finni sig hjá okkur og njóti með okkur,“ sagði Valgeir Bachman, félagsmálamaður á Sólheimum í samtali við sunnlenska.is.

Við opnunina kl. 13 verður samsýning vinnustofa Sólheima skoðuð, hægt verður að koma við í Sesseljuhúsi og skoða afleiðingar og mögulegar lausnir gegn hnattrænni hlýnun.

Fyrstu tónleikae sumarsins í Sólheimakirkju hefjast klukkan 14:00 og að venju verða það íbúar Sólheima sem taka lagið með gestum. Hallbjörn Rúnarsson, sem leikur úlfinn, sýnir hvernig lag við leikrit verður til. Leikritið og leikarar í Úlfar ævintýranna verða í forgrunni.

Klukkan 15:00  tekur Gylfi Ægisson lagið við nýja kaffihúsið.

Verslun, kaffihús og sýningar verða opin frá klukkan 12:00- 19:30 alla daga í sumar.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti