Harpa dúxaði í FSu

Selfyssingurinn Harpa Svansdóttir er dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands á vorönn 2018, en brautskráning fór fram síðastliðinn laugardag og brautskráðust 109 nemendur, þar af 77 stúdentar.

Harpa, Vilborg María Ísleifsdóttir og Almar Óli Atlason hlutu viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu. Harpa hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum og stærðfræði.

Vilborg María hlaut viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í ensku, íslensku, þýsku og sögu og Almar Óli hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í vélvirkjun.

Af nemendunum 109 sem brautskráðust voru 77 stúdentar og luku flestir þeirra námi af opinni stúdentsbraut, 44 talsins.

Nú útskrifaðist fyrsti hópurinn af þriggja ára námsbrautum samkvæmt nýrri námsskrá. Sex nemendur sem brautskráðust eru 17 ára, þar af fjórir stúdentar.

Fjöldi viðurkenninga veittur
Brynja Sólveig Pálsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í félagsfræði og Mathias Bragi Ölvisson hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í félagsgreinum.

Snorri Björn Magnússon hlaut viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í frönsku og heimspeki. Hekla Björk Grétarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun og árangur í stærðfræði.

Hilmar Heiðberg Björgvinsson hlaut viðurkenningu fyrir áhuga og eljusemi í handverki og hönnun. Erika Mjöll Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir vinnusemi og drifkraft í íþróttum og íþróttafræðum.

Dröfn Sveinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í spænsku. Eva María Larsen Bentsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku.

Steinar Hermannsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í rafmagnsgreinum, Sara Lind Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í námi á hestabraut og Magnús Vignir Árnason fyrir góðan árangur í námi á húsasmíðabraut.

Steinþóra Jóna Hafdísardóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábært framlag til starfs kórs skólans og Þórunn Ösp Jónasdóttir og Elísabet Davíðsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir framlag sitt til félagslífs skólans.

Fyrri greinEnn laust í frjálsíþróttaskólann
Næsta greinTRS er Fyrirmyndar-fyrirtæki VR 2018