SkeiðGnúp: O-listinn heldur meirihlutanum

O-listi Okkar sveitar sigraði í kosningunum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og heldur sínum þremur hreppsnefndarfulltrúum.

O-listi Okkar sveitar fékk 156 atkvæði eða 46,4% atkvæða og þrjá menn kjörna.

A-listi Afls til uppbyggingar fékk 103 atkvæði eða 30,65% atkvæða og einn mann kjörinn.

G-listi Grósku fékk 77 atkvæði eða 22,9% atkvæða og einn mann kjörinn.

Eftirtaldir einstaklingar eru réttkjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps til næstu fjögurra ára :

  1. Björgvin Skafti Bjarnason, O-lista
  2. Ingvar Hjálmarsson, A-lista
  3. Einar Bjarnason, O-lista
  4. Anna Sigríður Valdimarsdóttir, G-lista
  5. Matthías Bjarnason, O-lista
Næsti maður inn var Hrönn Jónsdóttir, A-lista, sem vantaði 2 atkvæði til þess að fella Matthías.

Fyrri greinMýrdalshreppur: Traustir innviðir sigruðu
Næsta greinRangeystra: Meirihlutinn fallinn