Hrunamannahreppur: H-listinn heldur velli

H-listinn heldur meirihluta sínum í Hrunamannahreppi en mjótt var á mununum í hreppnum þar sem tveir listar voru í framboði.

Á kjörskrá eru 560 og talin hafa verið 461 atkvæði. Kjörsókn liggur ekki fyrir.

H-listinn fékk 236 atkvæði eða 52,33% og þrjá hreppsnefndarmenn. H-listinn tapar 16,3% fylgi og einum manni.

D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk 215 atkvæði eða 47,7% og tvo hreppsnefndarmenn. Um nýtt framboð í hreppnum er að ræða.

Kjörnir hreppsnefndarfulltrúar:

  1. Halldóra Hjörleifsdóttir, H-lista
  2. Jón Bjarnason, D-lista
  3. Sigurður Sigurjónsson, H-lista
  4. Bjarney Vignisdóttir, D-lista
  5. Kolbrún Haraldsdóttir, H-lista

Næst inn er Sigfríð Lárusdóttir, D-lista, en hana vantaði 22 atkvæði til að fella Kolbrúnu.

Fyrri greinRangYtra: D-listinn heldur sínu og gott betur
Næsta greinHveragerði: D-listinn áfram með meirihluta