Lokatölur í Árborg: Meirihluti D-listans fallinn

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Árborg er fallinn en lokatölur birtust kl. 01:08. D-listinn fær fjóra bæjarfulltrúa.

Á kjörskrá eru 6.594 einstaklingar og talin hafa verið 4.636 atkvæði. Kjörsókn var 70,31%.

D-listinn fær 38,3% atkvæða og fjóra bæjarfulltúa og tapar tæpum 13% atkvæða frá árinu 2014.

Samfylkingin heldur sínum tveimur bæjarfulltrúum með 20% atkvæða, Framsókn og óháðir fá 15,5% atkvæða og halda sínum fulltrúa, Miðflokkurinn fær 10,7% atkvæða og einn fulltrúa og Áfram Árborg fær 8,5% og einn fulltrúa.

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn:

1. Gunnar Egilsson, D-lista
2. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
3. Brynhildur Jónsdóttir, D-lista
4. Helgi S. Haraldsson, B-lista
5. Kjartan Björnsson, D-lista
6. Tómas Ellert Tómasson, M-lista
7. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
8. Ari Björn Thorarensen, D-lista
9. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista

Næsti maður inn er Sólveig Þorvaldsdóttir, B-lista, sem vantaði 66 atkvæði til að fella Sigurjón Vídalín.

Fyrri greinÖlfus: D-listinn í meirihluta
Næsta greinÁsahreppur: Öruggur sigur L-listans