Tveir sunnlenskir skólar fengu styrki

Hvolsskóli. Mynd úr safni.

Hvolsskóli á Hvolsvelli og Sunnulækjarskóli á Selfossi fengu veglega styrki úr Sprotasjóði á dögunum. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Hvolsskóli fékk tæpar 1,9 milljónir króna fyrir verkefnið Geoskóli/Jarðvangsskóli sem unnið er í samstarfi við Kötlu jarðvang.

Sunnulækjarskóli fékk 1,2 milljónir króna fyrir verkefnið Þekkingarsetur: Verklag sem styður við lærdómsferli nemenda með sérþarfir.

Alls hlutu 38 verkefni styrk úr Sprotasjóði að þessu sinni og var heildarupphæð styrkjanna rúmlega 54 milljónir kr. Alls bárust 83 umsóknir um styrki úr sjóðnum og var heildarupphæð umsóknanna rúmar 190 milljónir.

Fyrri greinG-listinn – Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju
Næsta greinÞorkell I: Yngsti frambjóðandinn í Árborg