Ölfus sigraði í Útsvarinu

Sveitarfélagið Ölfus sigraði Ísafjarðarbæ í úrslitaþætti spurningaþáttarins Útsvars í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Ölfus vinnur keppnina.

Eftir jafna og spennandi viðureign framan af átti Ölfus frábæran endasprett og að lokum var sigurinn mjög öruggur, 75-51. Mikil fagnaðarlæti brutust út í sjónvarpssal, og líklega víða í Ölfusi, þegar sigurinn var í höfn.

Lið Ölfuss skipa þau Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir.

Þau hömpuðu farandgripnum Ómarsbjöllunni í leikslok auk þess sem liðið fékk 250 þúsund krónur í verðlaun til þess að gefa til góðs málefnis í heimabyggð. Liðið ákvað að gefa Félagi eldri borgara í Ölfusi peningagjöfina.

Fyrri greinSelfyssingar sungu ekki í Kórnum
Næsta greinHappafengur fyrir Hamar