Með ellefu skammta til eigin neyslu

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Selfossi síðstliðinn miðvikudag vegna gruns um fíkniefnamisferli.

Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar um hvaða efni var að ræða en maðurinn framvísaði ellefu neysluskömmtum af efninu og sagði það til eigin nota.

Hann fór frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti