Umferð um Dyrhólaey takmörkuð

Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur tekið þá ákvörðun að takamarka umferð um Dyrhólaey 8. maí til 25. júní milli kl. 9:00 og 19:00. Þá verður umferð almennings einvörðungu heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum og akvegum.

Á næturnar er friðlandið lokað frá kl. 19:00 til 9:00. Frá 25. júní kl. 9:00 verður friðlandið opið allan sólarhringinn.

Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar skýrslu fuglafræðings á árlegri athugun á stöðu fuglalífi í Dyrhólaey og með tilliti til verndunar fuglalífs á varptíma.

Í skýrslunni kemur fram að ef vel tekst til með stýringu á umferð manna frá viðkvæmustu stöðum á eynni ætti fuglavarp, þar með talið æðarvarp, að geta þrifist vel í Dyrhólaey þó ferðamenn fari þar um. Hins vegar þurfi að leggja mikla áherslu á eyðingu refa og minka í eynni og hlúa vel að æðarvarpi þar sem það er þéttast fyrir og nýtur verndar.

Fyrri greinKaupa stökkgryfju og trampólín í Hamarshöllina
Næsta greinSamið um uppsetningu og rekstur FabLab verkstæðis í FSu