Framboðslisti Miðflokksins í Árborg tilbúinn

Framboðslisti M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí er tilbúinn. Listinn samanstendur af fólki sem hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, félagsmálum og úr atvinnulífinu.

Eins og áður hefur komið fram skipar Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, 1. sæti listans og í 2. sæti er Guðrún Jóhannsdóttir, fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Dalabyggð.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að allir frambjóðendur listans hafi mikinn metnað fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar, séu tilbúnir til að leggja lifur og lungu undir og berjast fyrir heill allra íbúa sveitarfélagsins. Á framboðslistanum er fólk sem er fætt á svæðinu og uppalið; fólk sem er nýflutt í sveitarfélagið og fólk af erlendum uppruna.

Stefnumál M-lista Miðflokksins í Árborg verða kynnt á næstu dögum en megináherslur flokksins eru að skapa sátt um störf bæjarstjórnar í Árborg, starfa fyrir alla íbúa sveitarfélagsins og láta rödd Árborgar heyrast.

Framboðslisti M-lista Miðflokksins í Árborg:
1. Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg
2. Guðrún Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur og f.v. sveitarstjórnarfulltrúi í Dalabyggð
3. Solveig Pálmadóttir, B.s. í viðskiptalögfræði og hársnyrtimeistari
4. Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari
5. Erling Magnússon, lögfræðingur
6. Sverrir Ágústsson, félagsliði á réttargeðdeild LSH
7. Arnar Hlynur Ómarsson, bifvélavirki
8. Ívar Björgvinsson, vélvirki
9. Jóhann Rúnarsson, starfsmaður Sólningar
10. Jón Ragnar Ólafsson, atvinnubílstjóri
11. Arkadiusz Piotr Kotecki, starfsmaður BYKO
12. Jóhann Norðfjörð Jóhannesson, stýrimaður og byssusmiður
13. Birgir Jensson, sölumaður
14. Sólveig Guðjónsdóttir, starfsmaður Sv.f. Árborgar
15. Sigurbjörn Snævar Kjartansson, verkamaður
16. Guðmundur Marías Jensson, tæknimaður og formaður stangaveiðifélags Selfoss
17. Hafsteinn Kristjánsson, bifvélavirki
18. Guðmundur Kristinn Jónsson, heiðursformaður HSK og fyrrverandi bæjarfulltrúi

Fyrri greinRagnheiður leiðir Lista framtíðarinnar
Næsta grein„Einn mikilvægasti tengipunktur landsnetsins“