Fasteignamarkaðurinn velti 2,5 milljörðum í apríl

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Selfoss. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Alls var 87 kaupsamningum um fasteignir á Suðurlandi þinglýst í apríl síðastliðnum. Veltan var svipuð og síðustu mánuði.

Þar af voru tíu samningar um eignir í fjölbýli, 55 samningar um eignir í sérbýli og 22 samningar um annars konar eignir. 

Heildarveltan var 2.495 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,7 milljónir króna. 

Af þessum 87 var 51 samningur um eignir á Selfossi, í Hveragerði og Þorlákshöfn og heildarveltan á því svæði 1.625 milljónir króna.

Þetta er mesta heildarvelta á Suðurlandi í aprílmánuði frá því talning Þjóðskrár Íslands hófst.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti