Jón leiðir D-listann í Hrunamannahreppi

Jón Bjarnason, verktaki og bóndi í Hvítárdal, leiðir D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi. Um er að ræða nýtt framboð í hreppnum.

Bjarney Vignisdóttir er oddvitaefni listans en hún skipar 2. sætið. Bjarney situr í sveitarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili fyrir hönd Á-listans. Í heiðurssætinu er Magnús Gunnlaugsson, hrossaræktandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður í Miðfelli.

Listinn var samþykktur á fundi á Hótel Flúðum í gær.

Í fréttatilkynningu frá framboðinu eru helstu stefnumál listans tíunduð en D-listinn vill meðal annars opna fundi og bókhald sveitarfélagsins, mynda heildarstefnu í lóðamálum og auka fjölbreytileika lóða, stuðla að jákvæðri framþróun í atvinnumálum og vinnslu afurða í heimahéraði. Þá vill D-listinn lækka leikskólagjöld jafnt og þétt á kjörtímabilinu.

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi:
1. Jón Bjarnason Hvítárdal, verktaki, ferða- og sauðfjárbóndi.
2. Bjarney Vignisdóttir Auðsholti 6, bóndi, hjúkrunarfræðingur, garðyrkjufræðingur og sveitarstjórnarmaður.
3. Sigfríð Lárusdóttir Hvammi 1, sjúkraþjálfari.
4. Rúnar Guðjónsson Melum Flúðum, útskriftarnemi í ML og formaður Ungmennaráðs Suðurlands.
5. Þröstur Jónsson Högnastíg Flúðum, húsasmíðameistari og garðyrkjubóndi.
6. Ásta Rún Jónsdóttir Vesturbrún Flúðum, grunnskólakennari og deildarstjóri leikskóla.
7. Bjarni Arnar Hjaltason Borgarási, búfræðingur.
8. Hanna Björk Grétarsdóttir Miðfelli 1, verslunarstjóri.
9. Björgvin Viðar Jónsson Dalbæ, hagfræðinemi í HÍ.
10. Magnús Gunnlaugsson Miðfelli 5, hrossaræktandi, fyrrverandi bóndi og sveitastjórnarmaður

Fyrri greinGrýlupottahlaup 4/2018 – Úrslit
Næsta greinSelfoss fær nýjan markvörð